miðvikudagur 2. janúar 2013 |
Við óskum viðskiptavinum, ættingjum og vinum gleðilegs árs og friðar. Þökkum fyrir árið 2012
|
|
mánudagur 27. júní 2011 |
Stakkur og Diddi á LM2006. Mynd/Axel Jón |
Fjölskyldan frá Oddhóli er komin á mótsstað og klár í
landsmótsslaginn. Stakkur er vel undirbúinn og í góðu formi fyrir A-flokkinn. Einnig eru Jarl og Diddi skráðir í meistaraflokkinn í Tölti.
Sylvía mætir með gæðinginn Þröst frá
Hólum í A-flokkinn en þeim hefur gengið vel á keppnisbrautinni. Hún
verður svo með Þóri frá Hólum í B-flokknum og Árni Björn etur kappi á Firru Gustsdóttur frá Hóli frá Þingnesi. Sara keppir svo í
ungmennaflokki á Ögra frá Oddhóli. Oddhóll óskar hestamönnum til hamingju með LM2011 og keppnisfólki góðs gengis.
|
|
föstudagur 24. júní 2011 |
Árni Björn Pálsson og Aris frá Akureyri sigruðu a-flokkin á LM2008. Mynd/Axel Jón |
Árni Björn Pálsson og Aris frá Akureyri hafa tryggt sér þátttökurétt á HM fyrir hönd Íslands. Við óskum Árna Birni til hamingju með árangurinn og óskum þeim alls hins besta á heimsmeistaramótinu.
Sex knapar tryggðu sér sæti í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum, sem keppir fyrir Íslands hönd á HM2011 í Austurríki, á úrtöku móti á Sörlastöðum. Fjórir fullorðnir og tvö ungmenni. Árni Björn Pálsson á Aris frá Akureyri í fimmgangi, Hulda Gústafsdóttir á Kjuða frá Kirkjuferjuhjáleigu í fjórgangi, Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra-Hofi í tölti, Eyjólfur Þorsteinsson á Ósk frá Þingnesi í slaktaumatölti, Hekla Katarína Kristinsdóttir á Gautreki frá Torfastöðum í fjórgangi og tölti, og Teitur Árnason og Gammur frá Skíðbakka í slaktaumatölti.
Að auki eiga gullverðlaunahafar frá HM2009 þátttökurétt: Rúna Einarsdóttir heimsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum, Bergþór Eggertsson heimsmeistari í 250m skeiði, og Jóhann Skúlason heimsmeistari í tölti. Hinrik Bragason varð að hætta við þátttöku í seinni umferð í fimmgangi þar sem Glymur frá Flekkudal var meiddur, en þeir eru taldir líklegir sem liðstjóravaldir. Gamla kempan Reynir Aðalsteinsson var hársbreidd frá því að vinna sér sæti í úrtökunni, en tapaði því með minnsta mögulega mun, einni kommu. Hestablaðið greindi frá.
|
|
þriðjudagur 1. febrúar 2011 |
Hjaltalín frá Oddhóli er til sölu. Sonur Þyrnis frá Laugarvatni og Rastar frá Kópavogi. |
Hér á heimasíðunni hjá okkur höfum við sett inn nokkur söluhross. Við höfum ætið mikið úrval af söluhestum bæði fyrir vana og óvana á öllum stigum tamningarinnar. Við eigum líka ræktunarhross, keppnishesta og reiðhesta, einnig ræktunarhryssur með folöldum og fylfullar hryssur.
Hægt að sjá ætt allra hrossanna og með því að smella á YouTube merkið er viðkomandi fluttur sjálfkrafa á myndbandið af söluhrossinu. Stundum byrjar myndbandið á stillimyndum áður en hreyfimyndin hefst. Í flestum auglýsingunum eru nokkrar myndir ásamt stuttri lýsingu á hrossinu og verði í Evrum. Við vonum að þið finnið hross hjá okkur við ykkar hæfi.
|
|
fimmtudagur 6. janúar 2011 |
Kennsludiskurinn Skeið er nú kominn út á ensku og þýsku. Á þessum kennsludiski fer Sigurbjörn skipulega yfir undirbúning og uppbyggingu knapa og hests fyrir skeið, tækni í niðurtöku og á skeiðspretti. Þar fléttast saman einstök kunnátta kennarans, íslensk reiðmennskuhefð og samspil æfinganna við náttúruna.
|
|
|
<< Byrja < Fyrri 1 2 Næsta > Endir >>
|